VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fréttir og tilkynningar:

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ Ráðgjafar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar kl. 8:30.

Álagsstýring í brennidepli á degi ferðaþjónustunnar

Á degi ferðaþjónustunnar var sjónum m.a. beint að áskorunum og reynslu varðandi álag á ferðamannastöðum og stýringu þess. VSÓ vann árið 2021 greinagerð fyrir ráðuneyti ferðamála um álagsstýringu þar sem lagðar voru fram tillögur að aðgerðum til álagsstýringar fyrir ferðamannastaði.

Erum við að leita að þér?

Við leitum að fólki til að vinna með okkur að fjölbreyttum og spennandi verkefnum.   Laus eru til umsóknar störf tækniteiknara á sviði rafkerfa og lagna, hönnuðar á sviði burðarvirkja, hönnuðar á sviði byggðatækni og sérfræðings á sviði BIM ráðgjafar, á fjölskylduvænum og skemmtilegum vinnustað.  Hægt er að kynna sér störfin nánar hér á vefnum.

BIM breytir því hvernig við hönnum

BIM er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar við gerð upplýsingalíkans fyrir mannvirki. BIM er fagsvið í örum vexti og hjá VSÓ starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Notkun BIM breytir því hvernig við hönnum og eykur skilning á milli fagsviða.