23. júní 2017
Ofanflóðavarnir á Patreksfirði,
Vesturbyggð, Urðargata, Hólar og Mýrar
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar. Er það gert til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum. Vesturbyggð er framkvæmdaraðili verksins en verkefnisstjórn mats á umhverfisáhrifum er í höndum VSÓ Ráðgjafar.
Í drögum að tillögu að matsáætlun er m.a. fjallað um helstu áhrifaþætti framkvæmdarinnar og þá umhverfisþætti sem kunna að verða fyrir áhrifum. Þá verður gerð grein fyrir hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum og hvaða gögn og rannsóknir verða lögð til grundvallar matinu.
Drög að tillögu að matsáætlun hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér fyrir neðan má finna hlekki inn á þær skýrslur sem tilheyra matinu. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drög að tillögu að matsáætlun á netfangið audur@vso.is eða VSÓ Ráðgjöf (b.t Auður Magnúsdóttir), Borgartún 20, 105 Reykjavík
Frestur til að senda inn ábendingar er til 24. júlí n.k.
Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð – Drög að tillögu að matsáætlun