Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi
VSÓ Ráðgjöf hefur í samstarfi við Jarðfræðistofu Kjartans Thors unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðs efnisnáms kalkþörungasets Íslenska kalkþörungafélagsins í Ísafjarðardjúpi. Frummatsskýrslan er nú til kynningar og má finna hana ásamt sérfræðiskýrslum hér á vefnum.
- Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi – Frummatsskýrsla
- Sérfræðiskýrsla: Lífríki botns á kalkþörungasvæði við Æðey og Kaldalón
- Sérfræðiskýrsla: Áhrif efnistöku á ölduhæð
- Sérfræðiskýrsla: Fornleifakönnun vegna fyrirhugaðs kalkþörunganáms við Æðey og Kaldalón í Ísafjarðardjúpi
- Sérfræðiskýrsla: Fornleifakönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Langeyri í Álftafirði
- Sérfræðiskýrsla: Samantekt á mælingum á ástandi sjávar og straumum í Ísafjarðardjúpi
Í frummatsskýrslu er gerð grein fyrir tilhögun efnisnámsins og líklegum áhrifum á lífríki sjávarbotns, vatnsgæði sjávar, auðlindina kalkþörungaset, samfélag, fornleifar og landbrot. Auk þess er fjallað um líkleg áhrif verksmiðju á loft, hljóðvist og ásýnd.