Lýsingarhönnun
Rétt birta og rétt hönnun lýsingar skiptir miklu máli fyrir líðan fólks hvort sem er á vinnustað, í tómstundum eða á heimilum. Með víðtækri þekkingu, reynslu og nýjasta búnaði til hönnunar á lýsingu, tryggjum við smekklegar og hagkvæmar lausnir sem hæfa hverju tilviki. Sérfræðingar VSÓ leitast við að vinna á faglegan hátt bæði með því að reikna út birtustig lýsingarinnar með sérhæfðum lýsingarforritum og einnig með því að koma með myndrænar tillögur um hvernig stemmningu lýsingin mun skapa.
Val og staðsetning á lampabúnaði er ekki eingöngu verkfræðilegt úrlausnarefni heldur er smekkur fólks mismunandi í þessum efnum. Þetta gerir lýsingarhönnun að mjög skapandi viðfangsefni. Þá getur vel hönnuð útilýsing gert mikið fyrir byggingar og umhverfi þeirra með því að draga fram ákveðna hluti eða form með samspili ljóss og skugga.
Dagsbirtan er stór þáttur í lýsingarhönnun og er þekking okkar og reynsla með úrvinnslu á dagsbirtu ásamt mismunandi ljósgjöfum og tæknilegum lausnum, hornsteinninn í okkar lýsingarhönnun.
Meðal viðfangsefna VSÓ Ráðgjafar við lýsingarhönnun eru
- Skólar
- Skrifstofur
- Hótel
- Verslanir
- Hjúkrunarheimili
- Spítalar
- Kvikmyndahús
- Íþróttahús
- Götur, stígar, lóðir og samgöngumannvirki
- Sérlýsing ýmiskonar
Alma Pálsdóttir
Sviðsstjóri tæknikerfa
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
alma@vso.is
s: 585 9134