23. mars 2018
Rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina 2018
Sex verkefni VSÓ Ráðgjafar fengu úthlutað úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2018. Verkefnin eru margvísleg og snúa m.a. að skipulagsmálum, umferðarskipulagi, almenningssamgöngum og náttúruvernd.
Eftirfarandi verkefni fengu úthlutuðum styrk:
- Endurheimt votlendis og losun gróðurhúsalofttegunda. Rýni á fyrirliggjandi rannsóknum.
- Vöruflutningar-vörumóttaka (fékk einnig styrk frá Reykjavíkurborg, samvinnuverkefni).
- Hlutverk Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila við ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar.
- Ferðir á einstakling – Framhald.
- Samfelldir þensluliðir í vega- og brúargerð til að auka endingu og minnka viðhaldskostnað, 2.áfangi.
- Borgarlínan, umferðaröryggi.
VSÓ hefur á undanförnum árum unnið að mörgum rannsóknarverkefnum fyrir Vegagerðina, sem oft hafa leitt af sér mikilvægar og áhugaverðar niðurstöður. Starfsfólk VSÓ þakka rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar kærlega fyrir styrkveitingarnar.
Frekari upplýsingar um verkefnin er hægt að nálgast á vef Vegagerðarinnar