12. október 2018
Samningur um fullnaðarhönnun nýs rannsóknarhúss
Föstudaginn 5. október var skrifað undir samning um fullnaðarhönnun nýs rannsóknarhúss sem reisa á sem hluta af nýjum Landspítala við Hringbraut. Nýtt rannsóknahús er ein af meginbyggingum í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut. Áætlanir NLSH eru þær að nýtt rannsóknahús verður tekið í notkun á árinu 2024.
Grímur Már Jónasson skrifaði undir fyrir hönd Corpus 3 sem varð hlutskarpast í útboði sem fór fram fyrr í ár. Corpus3 samanstendur af eftirtöldum fyrirtækjum: Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota ehf og VSÓ ráðgjöf.
Hér að neðan má finna hlekk á umfjöllun um rannsóknarhúsið.