Vega- og gatnagerð

VSÓ Ráðgjöf beitir fullkomnustu gerð hönnunarforrita til að auka afköst og gæði við hönnun vega og gatna. Gerð eru þrívíð landlíkön byggð á uppréttum loftmyndum og þau leiðrétt eftir þörfum skv. nánari landmælingum. Öll hönnun er vistuð í sérstökum gagnagrunni þar sem unnt er að halda utan um og keyra saman hin ýmsu gögn, teikna þversnið, reikna út magntölur o.fl. Einn stærsti kostur þessara forrita er þó hve auðvelt og fyrirhafnarlítið er að breyta hönnun og teikningum og endurreikna magntölur.

Gatnahönnun
Samhliða hönnun gatna er algengast að einnig séu hannaðar allar fráveitulagnir, auk þess sem gerð eru hæðarblöð og mæliblöð af lóðum. Í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er einnig algengt að dreifikerfi vatnsveitu sé hluti gatnahönnunarinnar.

Dæmi um verkefni VSÓ Ráðgjafar á sviði gatnahönnunar eru:

  • Reynisvatnsás í Reykjavík
  • Grafarholtshverfi í Reykjavík
  • Staðahverfi í Reykjavík
  • Ýmis íbúðahverfi og götur á Álftanesi
  • Ýmis íbúðahverfi og götur í Sandgerði
  • Ýmis íbúðahverfi og götur í sveitarfélaginu Vogum
Vegahönnun
Hönnun vega og vegagerð  hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi VSÓ á liðnum árum.

Dæmi um verkefni á sviði veghönnunar eru:

  • Vestfjarðavegur um Dalafjall (Brattabrekka)
  • Arnarnesvegur. Reykjanesbraut – Breiðholtsbraut
  • Hringvegur. Víkurbraut – Skarhólabraut
  • Lambhagavegur
  • Blikastaðavegur
Eftirlit með framkvæmdum
Auk hönnunar vega og gatna hefur VSÓ Ráðgjöf sinnt eftirliti með umfangsmiklum verkefnum á því sviði. Fyrirtækið var brautryðjandi á Íslandi við gerð eftirlitskerfa sem þróað var í ýmsum verkefnum á árunum 1995-1998. Byggist það upp á gerð eftirlitsáætlana þar sem verklag við umsjón og eftirlit með hverjum verkþætti er skilgreint ásamt úttektareyðublöðum o.fl. stoðpappírum sem nýttir eru til að skerpa á verklagi og tryggja skráningu verkgæða. Hefur það kerfi verið tekið upp af Vegagerðinni og er handbókin „Umsjónarmaðurinn“ sem gefin er út af Vegagerðinni byggð upp með sama hætti. Ýmsir aðrir verkkaupar hafa svo tekið upp svipað verklag.

Dæmi um verkefni sem VSÓ hefur haft eftirlit með í gatna- og vegagerð eru:

  • Gatnamót Höfðabakka og Vesturlandsvegar
  • Vegtengingar Hvalfjarðarganga
  • Gatnamót Vesturlandsvegar og Sæbrautar
  • Endurbygging Reykjavíkurflugvallar
  • Hafnarfjarðarvegur. Gatnamót við Nýbýlaveg
  • Lyngdalsheiðarvegur
  • Hlíðarfótur

Nánari upplýsingar veitir:

Árni Snær Kristjánsson
Sviðsstjóri byggðatækni
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
ask@vso.is
s: 585 9174