Jarðtækni
Hjá VSÓ starfa verkfræðingar með reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði jarðtækni. Veitt er alhliða ráðgjöf á öllum stigum jarðtæknilegrar hönnunar s.s. forathuganir, rannsóknir, hönnun, eftirlit á byggingartíma sem og eftirfylgni á líftíma mannvirkja.
Meðal viðfangsefna VSÓ á þessu sviði eru m.a.:
- Hönnun á undirstöðum ýmissa bygginga, allt frá sjúkrahúsa til kartöflugeymsla.
- Mat á jarðsigi vegna ýmissa verkefna.
- Umfangsmiklir stöðuleikareikningar.
- Umsjón með fergingum.
- Skipulag, umsjón og úrvinnsla með yfirgripsmiklum jarðtæknirannsóknum.
- Eftirlit með flóknum jafnt sem einföldum jarðvinnuframkvæmdum.
- Hönnun stoðveggja og stálþilja.
- Umsjón, hönnun og eftirlit með framkvæmdum þar sem klöpp er losuð með sprengingum.
Guðjón Örn Björnsson
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
gudjonorn@vso.is
s: 585 9172