14. janúar 2019
Stækkun Keflavíkurflugvallar
Mat á umhverfisáhrifum – tillaga að matsáætlun í kynningu
Isavia ohf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum á stækkun Keflavíkurflugvallar.
Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Skipulagsstofnunar og hér að neðan:
Stækkun Keflavíkurflugvallar – tillaga að matsáætlun
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. janúar 2019 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.