Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Rafbílar eru álitlegur valkostur m.t.t. umhverfisverndar, minna kolefnisfótspors og rekstrarkostnaðar. Viðeigandi hleðslubúnaður er þó nauðsynlegur til þess að hægt sé að hlaða bílinn með öruggum hætti og á sem stystum tíma, bæði á vinnustöðum og við heimahús. Aðstæður á þessum stöðum eru afar mismunandi, rafkerfi eru misjafnlega aðgengileg eða hentug og huga þarf vel að staðsetningu til að hleðslustöðvarnar nýtist sem best. Jafnframt getur þurft að huga að greiðslulausnum og aðgangsstýringum.
VSÓ veitir þjónustu og ráðgjöf vegna uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við stofnanir, fyrirtæki, fjölbýlishús og annað húsnæði. Þjónustan hentar því m.a. sveitarfélögum, húsfélögum, einkafyritækjum og einkaaðilum. Lagt er mat á þær framkvæmdir sem fylgja uppsetningu hleðslustöðva og tillögur gerðar að hagkvæmustu lausninni, óháð söluaðila búnaðarins.
Að lokinni greiningu á þörfum viðskiptavinarins, álagsmælingu rafmagns og mati á aðstæðum fær viðskiptavinurinn skriflega greinargerð sem inniheldur m.a. upplýsingar um:
- Dreifikerfi rafmagns.
- Viðeigandi gerðir hleðslubúnaðar m.v. aðstæður.
- Fyrirkomulag aðgangsstýringar og greiðslulausna.
- Kostnaðaráætlun.
- Áfangaskiptingu framkvæmda og tillögur að næstu skrefum.
Alma Pálsdóttir
Sviðsstjóri tæknikerfa
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
alma@vso.is
s: 585 9134