Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf

Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skiptiborðið verður lokað á milli jóla og nýárs en hægt er að nálgast netföng og símanúmer starsmanna á vefnum.

Nýtt fiskvinnsluhús á Dalvík tekið í notkun

Nýtt fiskvinnsluhús á Dalvík tekið í notkun

Nýverið var tekið í notkun eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús landsins, á Dalvík. VSÓ Ráðgjöf sá um hönnun lagna og loftræsingar í fiskvinnslunni í samstarfi við AVH arkitekta. Í því felast slökkvikerfi, snjóbræðsla, hitakerfi, neysluvatnskerfi, fráveita og loftræsing.

Uppbygging miðbæjarkjarna í Úlfarsárdal

Uppbygging miðbæjarkjarna í Úlfarsárdal

Á meðal nýbygginga í Úlfarsárdal er Dalskóli, sem er 6.000 m2 samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundaheimili. Gerðar eru miklar kröfur til frágangs og umhverfis vegna nálægðar við Úlfarsá og er allur byggingarklasinn hannaður með BREEAM vottun að leiðarljósi.

Sumarlokun skrifstofu

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa VSÓ er lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 20. júlí til og með mánudeginum 3. ágúst.

Traðarreitur Eystri

Traðarreitur Eystri

Kópavogsbær er í metnaðarfullu uppbyggingastarfi í miðbænum sem fer hönd í hönd við fyrsta áfanga Borgarlínunnar.

Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaganna – Mat á ávinningi

Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaganna – Mat á ávinningi

VSÓ Ráðgjöf hefur unnið að skýrslunni „Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaganna – Mat á ávinningi“ en um er að ræða afrakstur rannsóknar sem var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum.

Orkureitur

Orkureitur

Umhverfis- og skipulagssvið VSÓ hefur verið ráðgefandi við Orkureitinn allt frá upphafi, hélt m.a. utan um hugmyndasamkeppnina og sér um verkefnastjórn breytingar á deiliskipulagi í samstarfi við Alark arkitekta og Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar

Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar

Fyrir stuttu birtist greinin Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar í tímariti VFÍ, Verktækni þar sem fjallað er um stöðu brunahönnunar, hljóðhönnunar, lýsingarhönnunar og ráðgjafar í byggingareðlisfræði á íslenskum byggingarmarkaði.

Græna leiðin í byggingum

Græna leiðin í byggingum

Til að vekja athygli á vistvænni hönnun stóð VSÓ nýverið fyrir málstofu þar sem umhverfisvænar grænar lausnir fyrir byggingariðnaðinn voru kynntar. VSÓ skoðar umhverfisáhrif mannvirkja og býður upp á lausnir til að auka sjálfbærni og draga úr loftslagsáhrifum, allt frá hönnun og skipulagi til niðurrifs.

Nýr framkvæmdastjóri tekur við störfum hjá VSÓ Ráðgjöf

Nýr framkvæmdastjóri tekur við störfum hjá VSÓ Ráðgjöf

Runólfur Þór Ástþórsson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri VSÓ Ráðgjafar frá 1. febrúar 2020. Hann tekur við af
Grími Jónassyni sem óskaði eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri eftir 15 ára farsælt starf.

Græna leiðin og kolefnishlutleysi bygginga – Morgunverðarfundur

Græna leiðin og kolefnishlutleysi bygginga – Morgunverðarfundur

Grænar lausnir draga fram það besta í vistvænni hönnun, styðja við jákvæða byggðaþróun, tryggja góða orkunýtingu og lágmarka bæði sóun og úrang. VSÓ býður til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Græna leiðin og kolefnishlutleysi bygginga þann 28. febrúar en nánari upplýsingar má finna hér á vefnum.