ÍSLANDSVEGIR eru samheiti hugmyndavinnu og verkefna VSÓ Ráðgjafar sem snúa að ferðamannavegum og ferðamannaleiðum á Íslandi.
VSÓ hefur unnið tvö rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina um ferðamannavegi og ferðamannaleiðir og eru þau bæði aðgengileg hér á vefnum, ásamt öðru áhugaverðu efni sem finna má með því að smella á hlekkina til vinstri hér á síðunni.
Hvað eru ferðamannavegir og ferðamannaleiðir?
Ferðamannavegur er vegur sem felldur er og hannaður inn í landslagið. Sjónarmið ferðaþjónustu eru höfð að leiðarljósi og ferðamanni er gert kleyft að fara um veginn til að njóta landslags og útsýnis.
Ferðamannavegur getur verið „gamli vegurinn“ þar sem nýr vegur hefur létt af umferðinni, gamlir þjóðvegir og tengivegir þar sem vegurinn fer um byggðir og sveitir landsins. Ferðamannavegur getur einnig haft menningar- og sögulegt gildi fyrir það hvar og hvernig hann liggur um landið.
Ferðamannaleið tengir saman áfangastaði sem teljast áhugaverðir og opnar aðgengi að náttúru- eða menningarverðmætum. Leiðin getur verið samsett af nokkrum vegum (vegnúmerum) og gæti einhver þeirra verið ferðamannavegur.