09. mars 2023
K64 – Þróunaráætlun um uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar
Þróunaráætlun KADECO um heildstæða sýn á uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2050 hefur verið gefin út. Þróunaráætlunin, sem gengur undir heitinu K64, var unnin af þverfaglegu teymi, undir forystu hönnunarstofunnar KCAP ásamt WSP, FELIXX, MIC-HUB, VSÓ Ráðgjöf, Buck Consultants International, Buro Happold, Base Design, Maurits Schaafsma og Kanon Arkitektum.
Við hjá VSÓ erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu metnaðarfulla verkefni sem m.a. miðar að því að byggja upp þróunarsvæði sem saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.
Hægt er að kynna sér verkefnið nánar með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.