Umhverfisyfirlýsingar – EPD

VSÓ tekur að sér að gera umhverfisyfirlýsingar (EPD blöð) sem á ensku kallast Environmental Product Declaration. Þær auðvelda hönnuðum að taka upplýsta ákvörðun um efnisval, auk þess sem þær nýtast í tengslum við vottun bygginga s.s. í Svansvottun og BREEAM.

Umhverfisyfirlýsing fyrir vöru er mat á umhverfisáhrifum byggingarvöru skv. DS/EN 15804 og hægt er að nýta niðurstöður úr slíkum yfirlýsingum við lífsferilsgreiningu byggingar. Umhverfisyfirlýsingar eru unnar með því að framkvæma lífsferilsgreinningar yfir líftíma hennar, eða vistferil, út frá viðmiðum í alþjóðlegum stöðlum um gerð þeirra. Þær eru jafnframt rýndar og vottaðar af faggiltum þriðja aðila til að tryggja áreiðanleika og samræmi milli ólíkra framleiðenda.

VSÓ Ráðgjöf vinnur umhverfislýsingar eftir viðurkenndri aðferðafræði sem gerir kleift að bera saman umhverfisáhrif mismunandi vara. Umhverfisyfirlýsingar auðvelda kaupendum og hönnuðum að bera saman vörur af mikilli nákvæmni og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval. Vaxandi krafa er orðin um notkun umhverfisyfirlýsinga í byggingariðnaðinum og því rík ástæða til að gera slíkar umhverfisyfirlýsingar og fá vottun á byggingarvörum til að geta boðið vörur sem samræmast nútímakröfum.


Nánari upplýsingar veitir:

Guðný Káradóttir
Teymisstjóri – Græna leiðin
gudny@vso.is
s: 585 9138