Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf
Starfsfólk VSÓ óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Skiptiborðið verður lokað á milli jóla og nýárs en hægt er að nálgast netföng og símanúmer starsmanna á vefnum.
KCAP teymið, þar á meðal VSÓ, með sigurtillögu í alþjóðlegri samkeppni
Í sigurtillögunni lagði KCAP teymið til samþætta framtíðarsýn, sem tengir metnaðarfulla þróunarhugmynd við sjálfbæra borgarhönnun, landslagseinkenni og framtíðar samgöngulausnir.
Ný hverfismiðstöð opnar í Úlfarsárdal
Ný hverfismiðstöð í Úlfarsárdal var opnuð við formlega athöfn þann 11. desember. Þar er að finna bæði sundlaug og bókasafn en að auki tilheyrir hverfismiðstöðinni leik- og grunnskóli, ásamt frístundaheimili. VSÓ sá um alla verkfræðihönnun bygginganna.
Alþjóðleg samkeppni um skipulags- og þróunaráætlun Kadeco svæðisins
VSÓ Ráðgjöf er hluti af alþjóðlegu teymi sem keppir nú til úrslita um gerð skipulags- og þróunaráætlunar fyrir Kadeco svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll.
Nýtt deiliskipulag fyrir Smárahvammsveg
Nýlega gerði VSÓ athugun á umferðaröryggi og afköstum gatnamóta Smárahvammsvegar og Hlíðarsmára í tengslum við tillögu að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Þann 26. október s.l samþykkti Bæjarstjórn Kópavogs að auglýsa tillöguna og tekur hún mið af þeirri athugun.
Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið
Árlega er haldinn CO2 leikur meðal starfsfólks sem safnar stigum með því að velja vistvænar stamgöngur. Tré eru gróðursett í samræmi við áunnin stig og haustið 2021 voru gróðursett 71 tré í gróðurreit við Reynisvatn.
Sævarhöfði 31 – Vaxtarhús
VSÓ Ráðgjöf er hluti af hönnunarteymi sem bar sigur úr býtum í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni um uppbyggingu Sævarhöfða 31 í Reykjavík. Verkefnið er sérlega áhugavert m.t.t. lausna á sviði hringrásarhagkerfisins, sjálfbærni, umhverfisgæða og lægra kolefnisfótspors.
Hjólaleiðanet fyrir Reykjavíkurborg
Tillaga að hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2025 var samþykkt í lok maí. Ráðgjafar úr hópi starfsmanna VSÓ unnu með stýrihópnum sem mótaði tillöguna og uppbygging hjólaleiða í Reykjavík næstu árin mun byggja á greiningum VSÓ Ráðgjafar. Við erum stolt af okkar framlagi til þess að hjólaborgin Reykjavík taki út nýtt þroskaskeið.
Gönguleiðir við Eiðistorg
Gerðar voru breytingar á gönguleiðum við Eiðistorg til að auka öryggi skólabarna og annarra gangandi vegfarenda. VSÓ Ráðgjöf sá um hönnun þessara breytinga og vinnur nú að hönnun gatnamóta Suðurstrandar og Nesvegar
Jarðtækni í Noregi
Hjá VSÓ starfar öflugt teymi jarðtækniverkfræðinga sem hefur við góðan orðstír sinnt verkefnum í hundraðavís við fjölbreyttar jarðtæknirannsóknir í Noregi. Grein um störf VSÓ á þessu sviði birtist á dögunum í Byggmagasinet á norska vefmiðlinum rb.no en greinina má finna hér á vefnum.
Kynning á aðstöðustjórnun
Opinn fundur um aðstöðustjórnun (e. Facility Management) var haldinn á vegum Stjórnvísi þann 23. mars, fyrir eigendur og rekstraraðila atvinnuhúsnæðis. Matthías Ásgeirsson aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf var á meðal fyrirlesara.
BREEAM umhverfisvottun
BREEAM er eitt víðtækasta og þekktasta vistvottunarkerfi hins byggða umhverfis í dag sem hvetur bæði til sjálfbærrar byggingarhönnunar sem og vistvænnar stjórnunar á verk- og rekstrartíma.
Græna leiðin fyrir geimskipið jörð
Við hjá VSÓ Ráðgjöf höfum verið að vinna brautryðjandi starf á sviði hringrásarhagkerfisins. Við stefnum að því að innleiða þennan hugsunarhátt í allt okkar hönnunarferli.
Færsla Hringvegar um Mýrdal
Vegagerðin auglýsir um þessar mundir drög að matsáætlun vegna færslu Hringvegar um Mýrdal. VSÓ sér um gerð mats á umhverfisáhrifum fyrir verkefnið ásamt því að hafa sett upp vefsjá þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar sem tengjast matinu og koma ábendingum áleiðis.