
Jóla- og nýjárskveðjur frá VSÓ Ráðgjöf
Starfsfólk VSÓ Ráðgjafar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Kynning á skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar
Kynningarfundur um skipulags- og matslýsingu nýs aðalskipulags Hafnarfjarðar 2023-2040 var haldinn á dögunum. Lýsingin segir til um forsendur, markmið og áherslur vinnunnar sem framundan er við endurskoðun skipulagsins m.a. hvernig verði staðið að kynningum, samráði og umhverfismati.

BIM breytir því hvernig við hönnum
BIM er aðferðafræði þar sem stafrænar lausnir eru nýttar við gerð upplýsingalíkans fyrir mannvirki. BIM er fagsvið í örum vexti og hjá VSÓ starfa reyndir ráðgjafar á þessu sviði. Notkun BIM breytir því hvernig við hönnum og eykur skilning á milli fagsviða.

Starfsfólk VSÓ gróðursetur tré til að minnka kolefnissporið
Starfsfólk VSÓ og fjölskyldur gróðursettu í haust 156 nýjar trjáplöntur í tráræktarlundi fyrirtækisns við Reynisvatn. Mikill drifkraftur og gleði ríkti í hópnum enda verkefnið skemmtilegt og gefandi. Gróðursetning trjánna er liður í átaki VSÓ við að draga úr kolefnisspori vegna starfsemi sinnar.

Endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni
Skýrsla um endurbætur á stoppistöðvum almenningssamgangna á landsbyggðinni m.t.t. aðgengis fatlaðra hefur verið gefin út. Meginmarkmið skýrlunar er að aðstoða Vegagerðina við að bæta aðstöðu fatlaðs fólks með grunnhugmyndum að hentugum stoppistöðvum.

Ræsipunktakerfi neyðarbíla reynist vel
VSÓ Ráðgjöf vann nýverið verkefni þar sem úttekt var gerð á ræsipunkta/forgangskerfi neyðarbíla. Meginniðurstaða er að kerfið er mikið notað og neyðarbílar fá forgang oft á dag sem gefur til kynna að kerfið hafi hjálpað til við að stuðla að bættum viðbragðstíma.

Áhugaverðir staðir á Gullna hringnum – skráning myndastoppa
Gera þarf úrbætur og auka umferðaröryggi á mörgum áningarstöðum ferðamanna við Gullna hringinn. skv. úttekt VSÓ á helstu stöðum þar sem ferðamenn stoppa til að taka myndir eða skoða útsýnið á þessari fjölförnu ferðamannaleið.

Styrkir úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar
Nýverið var úthlutað styrkjum úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu sjö verkefni frá VSÓ styrk úr sjóðnum. Verkefnin snúa m.a. að umferðarljósastýringum, greiningu á ferðavenjum, hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar o.fl.

K64 – Þróunaráætlun um uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar
Þróunaráætlun KADECO um heildstæða sýn á uppbyggingu nærsvæðis Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2050 hefur verið gefin út. Við hjá VSÓ erum ákaflega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu metnaðarfulla verkefni.

Landeldi með áherslu á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi
VSÓ hefur komið að verkefnum við uppbyggingu landeldis með ýmsum hætti, allt frá mati á umhverfisáhrifum yfir í hönnun á mannvirkjum. Kröfur um sjálfbærni og lágmörkun umhverfisáhrifa fara sífellt vaxandi og því skiptir vönduð deiliskipulagsvinna og mat á umhverfisáhrifum miklu máli.