Gagnastýring og gagnaumsjón
Á hönnunarstigi verkefnisins er tilgangurinn með notkun markvissri gagnastýringu margþættur en meginmarkmiðið er að halda utan um húsrýmisáætlun með því að skrá skilgreindar þarfir notenda, ásamt forsendum og niðurstöðum hönnunar svo hægt sé að fylgja þeim eftir frá upphafi hönnunar til loka framkvæmda. Gagnagrunninum er ætlað að halda utan um:
- Húsrýmisáætlun.
- Skráningu á skilgreindum þörfum notenda fyrir hvert rými og búnað.
- Skráningu á niðurstöðum hönnunar.
- Eftirfylgni á hönnunarstigi og skráningu á breytingum sem kunna að verða í hönnunarferlinu.
- Skráningu tæknilegra upplýsinga og krafna, svo sem vegna búnaðar sem þarf vegna fyrirhugaðrar starfsemi.
- Niðurstöður hönnunar á framkvæmdastigi.
Á framkvæmdarstigi verkefnisins verður hlutverk gagnagrunnsins að tryggja að öll atriði sem skilgreind voru á hönnunarskeiði séu uppfyllt svo auðvelt verði fyrir bæði framkvæmda- og eftirlitsaðila að bera saman verklýsingar, magntölur, tæknilegar kröfur og fleira sem í gagnagrunninum er við það sem fyrir augu ber á verkstað. Til verður fullbúið rýmisgagnablað sem lýsir kröfum til virkni innan rýmis, gerð þess og eiginleikum, sem og öllum innréttingum, tækjum, húsbúnaði og öðrum búnaði sem vera skal innan þess, og nýtist það sem gátlisti á framkvæmdarstigi.
Gagnagrunnurinn er þannig öflugt tæki við gæðastjórnun í verkefninu og tryggir rekjanleika ákvarðana og breytinga. Hann heldur utan um húsrýmisáætlun og þær skilgreiningar og kröfur sem gerðar eru til hvers og eins rýmis í byggingu. Með virkri skráningu allra ákvarðana sem teknar eru á hönnunar- og framkvæmdartíma í gagnagrunninum ætlað að halda utan um skráningu á breytingasögu verkefnisins. Þetta hjálpar öllum aðilum er að verkefninu koma að fylgjast með og/eða taka út stöðu þess á hverjum tíma.
Gert er ráð fyrir að á rekstrartíma muni upplýsingasöfnun og skilgreiningum haldið áfram í gagnagrunninum. Efni úr gagnagrunni verður hluti af handbók byggingarinnar.
Þjónusta VSÓ Ráðgjafar við gagnastýringu og gagnaumsjón býður m.a. upp á utanumhald um:
- Húsrýmisáætlun.
- Skráningu á skilgreindum þörfum notenda fyrir hvert rými og búnað sem rýmið þarf að geta tekið við.
- Eftirfylgni á hönnunarstigi og skráningu á breytingum sem kunna að verða í hönnunarferlinu.
- Skráningu tæknilegra upplýsinga og krafna, svo sem vegna búnaðar sem þarf vegna viðkomandi starfsemi.
Alma Pálsdóttir
Sviðsstjóri tæknikerfa
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
alma@vso.is
s: 585 9134