20. maí 2021
Gönguleiðir við Eiðistorg
Framkvæmdum við Eiðistorg og Nesveg á Seltjarnarnesi, þar sem gerðar voru breytingar á gönguleiðum til að auka öryggi skólabarna og annarra gangandi vegfarenda, er nú lokið.
Gönguljós eru komin á nýjan stað við Nesveginn og ekki er lengur hægt að keyra beint frá Suðurmýri inn á Eiðistorgið. Göngubraut að torginu til og frá Mýrinni og Nesveginum er komin í gegnum bílastæðið og einnig hefur hraðamerkingum verið breytt í 15 km/klst. Nýjar og skýrari merkingar hafa einnig verið settar við bílastæðin næst Hagkaupum.
VSÓ sá um hönnun þessara breytinga og vinnur nú að hönnun gatnamóta Suðurstrandar og Nesvegar