13. nóvember 2015
Heimspekingur kemur í heimsókn
Á þessu ári hefur Umhverfis og skipulagssvið staðið fyrir fyrirlestrarröð innan fyrirtækisins þar sem leitað er á náðir fólks víðsvegar að til að koma og halda stutt erindi um tiltekin viðfangsefni.
Að þessu sinni leit Dr. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands við hjá VSÓ Ráðgjöf með erindið Maður og náttúra, verndun og nýting.
Þar varpaði hann meðal annars fram þremur grundvallarspurningum: Hvað er náttúra? Hvernig getum við skilið náttúru? Hvernig eigum við að umgangast náttúru? Í erindi sínu fjallaði hann einnig um náttúru annars vegar og umhverfi hins vegar og greinarmuninn á þessu tvennu.
Heimsóknin heppnaðist einkar vel og fjörugar umræður sköpuðust um erindið, umhverfismál sem og náttúruvernd.
Umhverfis og skipulagssvið þakkar Dr. Ólafi Páli fyrir fróðlegt erindi.