13. febrúar 2018
Frummatsskýrsla landmótunar kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells
VSÓ Ráðgjöf hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar haugsetningar og landmótunar fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells. Frummatsskýrslan er nú til kynningar og má finna hér fyrir neðan ásamt sérfræðiskýrslum.
- Landmótun fyrir kirkjugarð í Reykjavík í hlíðum Úlfarsfells – Frummatsskýrsla
- Sérfræðiskýrsla: Fornleifar
- Sérfræðiskýrsla: Gróðurkönnun
- Sérfræðiskýrsla: Fuglalíf
- Sérfræðiskýrsla: Veðurvaktin
- Sérfræðiskýrsla: Hljóðvist
- Sérfræðiskýrsla: Hljóðvist kort 1
- Sérfræðiskýrsla: Hljóðvist kort 2
Í frummatsskýrslu er gerð grein fyrir framkvæmdinni, helstu áhrifaþáttum hennar og líklegum áhrifum á umhverfisþætti. Umhverfisþættirnir sem eru teknir fyrir í mati á umhverfisáhrifum eru gróðurfar, fuglar, vatnafar, loftgæði, hljóðvist, menningarminjar, landnotkun, samgöngur, landslag og ásýnd og útivistarsvæði.
Almenningar er hvattur til að kynna sér efni frummatskýrslu og skal senda skriflegar athugasemdir eða ábendingar til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða á netfangið skipulag@skipulag.is
Frestur til að senda inn ábendingar er til 3. apríl 2018.