Skipulagsgerð

Skipulagsáætlanir eru langtímaáætlanir sem munu hafa varanleg áhrif á landnotkun, þróun viðkomandi sveitarfélags og rekstur þess. Þessar áætlanir eru mikilvægt stjórntæki sveitarstjórna. Það er því mikilvægt að slíkar áætlanir byggi á traustum grunni, góðum undirbúningi og öllum sé ljóst hver sé tilgangur og markmið skipulagsáætlana og vinnu við gerð þeirra.

VSÓ Ráðgjöf hefur séð um verkefnisstjórn við gerð skipulagsáætlana og beitir sérstöku verklagsferli sem hannað hefur verið með skipulagsmál í huga. Í vinnu við skipulagsmál sveitarfélaga hefur VSÓ Ráðgjöf lagt áherslu á:

  • Hvaða upplýsingaröflun er nauðsynleg (þarfagreining)
  • Skilgreiningu á forsendum og markmiðum við gerð skipulagsáætlana
  • Skilgreiningu á verkefninu, verklýsingu og verkáætlun
  • Tengingu á milli forsendna, stefnu, verkáætlunar og samráðs
  • Að tryggja að upplýsingar sem aflað er gagnist við ákvörðunartöku ráðgjafa og nefnda
  • Að tryggja yfirsýn yfir verkefnið og unnið sé kerfisbundið til að uppfylla markmið þess
  • Að tryggja að sveitarfélög taki virkan þátt í áætlanagerðinni
  • Samskipti og samráð milli sérfræðinga og almennings

VSÓ hefur unnið að gerð fjölda svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana. Oft eru þessi verkefni unnin í samstarfi við arkitekta og erlenda sérfræðinga.

Skipulagsmál eru víðtækur málaflokkur sem snertir á einn eða annan hátt flest það sem myndar hið byggða umhverfi sem við búum í. Vönduð skipulagsvinna felur í sér þverfaglega yfirsýn og getu til að fást við heildarmyndina og smærri einingar hennar á sama tíma. VSÓ Ráðgjöf hefur innanborðs þverfaglegt teymi sérfræðinga sem sinnir gerð skipulagsáætlana í víðum skilningi og í því felst sérstaða VSÓ. Með þverfaglegu teymi hefur VSÓ innleitt ýmsar nýjungar í skipulagsvinnu s.s. landgreiningu, kostnaðarmat á framkvæmd skipulags, notkun umferðarlíkans til að reikna út ýmsar afleiður skipulags, umferðarstjórnun, verndaráætlanir og yfirlit um þróun eftirspurnar og framboðs íbúða- og atvinnuhúsnæðis.  Í teymi VSÓ eru m.a.:

  • Skipulagsfræðingur
  • Umhverfisskipulagsfræðingur
  • Skipulagsverkfræðingur
  • Jarðfræðingar og jarðverkfræðingar
  • Sérfræðingar í frárennslis- og veitumálum
  • Sérfræðingar í umferðarmálum, samgöngum og hljóðvist
  • Efnafræðingur og efnaverkfræðingur
  • Sérfræðingar í umhverfismálum
  • Hagfræðingur
  • Mannfræðingur
  • Landslagsarkitekt
  • Byggingarverkfræðingar
  • Sérfræðingar í kostnaðar- og framkvæmdaáætlunum

Helstu verkefni VSÓ Ráðgjafar í skipulagsmálum eru:

Nánari upplýsingar veitir Stefán Gunnar Thors