Landslagshönnun
VSÓ Ráðgjöf vinnur að margskonar verkefnum við landslagshönnun. Rík áhersla er lögð á vistvænar og viðhaldsléttar lausnir við frágang og landmótun. Lagt er uppúr góðu samstarfi við arkitekta og aðra hönnuði og unnið í nánu samráði við verkkaupa.
Verkefni VSÓ Ráðgjafar við landslagshönnun hafa einkum verið hönnun leiksvæða, umhverfi og skipulag sumarbústaðasvæða og ýmis ráðgjöf á fyrirtækja- og einkalóðum.
Landgreining
VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á landgreiningu við skipulags- og hönnunarvinnu. Með landgreiningu eru skilgreindir helstu eiginleikar og styrkur umhverfisins. Landgreining er aðferðafræði sem er í samræmi við markmið evrópska landslagssáttmálans og auðveldar mjög íbúum sveitarfélaga að taka þátt í skipulagsmálum og móta afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á landnotkun innan sveitarfélagsins. Landslagið er greint eftir viðurkenndum alþjóðlegum flokkunarkerfum. Með landgreiningunni verður til flokkun svæða miðað við verndargildi, viðkvæmni og getu náttúrunnar og landlags til að jafna sig eftir inngrip. Þessi greining kemur oft í veg fyrir umfangsmikil, tímafrek og kostnaðarsöm ferli á seinni stigum skipulagsvinnu.
Landgreining skapar grundvöll fyrir áætlanir í ferðamannaiðnaði. Hún er liður í því að skilgreina og vernda svæði sem einkenna og undirstrika sérstöðu sveitarfélags og móta sjálfsmynd þeirra.
Í hönnunarteymi VSÓ Ráðgjafar má finna
- Landslagsarkitekt
- Umhverfisfræðinga
- Skipulagfræðinga
Dæmi um verkefni VSÓ á sviði landslaghönnunar eru:
- Hugmyndir fyrir útivistarsvæði í Úlfarsárdal.
- Hafnartorg Sandgerði.
- Hringtorg og umhverfi Höfðatorgs.
- Kirkjugarður Kotströnd.
- Umhverfi tengivirkja Landsnets,Njarðvíkurheiði.
- Landgreining Sandgerði.
Nánari upplýsingar veitir Fríða B. Eðvarðsdóttir