




Matvælaöryggi
VSÓ Ráðgjöf býður upp á sérhæfða þjónustu varðandi matvælaöryggi. Lögð hefur verið áhersla á eftirfarandi þætti:
Ráðgjöf við uppsetningu á matvælaöryggisstjórnunarkerfi t.d. ISO 22000
Með matvælaöryggisstjórnun er greint með markvissum hætti hvaða þættir í rekstri fyrirtækja hafa mest áhrif á öryggi matvæla og fundnar leiðir til að stýra þeim á öruggan og hagkvæman hátt. Augum stjórnenda er þannig beint að mikilvægustu matvælaöryggismálunum og skilgreind eru mælanleg markmið einstakra þátta.
Með því að innleiða matvælaöryggisstjórnun geta fyrirtæki sýnt fram á hvernig höfð er stjórn á hættum sem lúta að matvælaöryggi til að tryggja að matvæli séu örugg til neyslu, þ.e.a.s. með því að innleiða HACCP , hreinlætisáætlanir og öll nauðsynleg grunnkerfi í eitt samþætt stjórnkerfi og að upplýsa hagsmunaaðila um það.
Mikilvægasti þáttur matvælaöryggisstjórnunar er að tengja saman í eitt öll kerfi sem hafa áhrif á matvælaöryggið s.s. HACCP, hreinlætismál, meindýravarnir og önnur kerfi sem tengjast heilnæmi matvæla.
Sérfræðingar VSÓ Ráðgjafar hafa reynslu í uppbyggingu matvælaöryggisstjórnunarkerfis sem eru í samræmi við kröfur ISO 22000.
Þrifavæn hönnun (hygienic design)
Þjónusta varðandi þrifavæna hönnun beinist m.a. að eftirfarandi þáttum:
- Ráðgjöf varðandi byggingu/breytingu á húsnæði fyrir matvælaframleiðslu s.s. hvaða hreinlætis- og öryggiskröfum þarf að mæta. Markmið þessarar þjónustu er að tryggja að húsnæði sé hannað, byggt og viðhaldið m.t.t. hreinlætiskrafna og öryggis þeirra matvæla sem á að framleiða.
- Áhættumat á búnaði/tækjum m.t.t. krafna um þrifavæna hönnun. Hönnun búnaðar er metin með skoðun og áhættumati á vinnslulínum og einstökum búnaði.
- Aðstoð við framleiðendur þar sem markmiðið er að framleiðsla þeirra uppfylli lög og reglugerðir varðandi örugga og heilnæma framleiðslu á matvælum.
- Þátttöku í rýnihópum innan fyrirtækja um þrifavæna hönnun.
- Þjálfun og fræðslu.
- Uppsetningu handbóka fyrir innra eftirlit (HACCP)
Matvælafyrirtækjum er skylt að setja upp innra eftirlit í samræmi við opinberar kröfur um matvælaeftirlit og hollustuþætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, sem byggir á HACCP (GÁMES) aðferðafræði. VSÓ hefur aðstoðað fyrirtæki við að setja upp handbók og skjalfesta innra eftirlit.
Nánari upplýsingar veitir Birna Guðbjörnsdóttir