2. mars 2015
Ný frystigeymsla Eimskips í Hafnarfirði
Eimskip hefur ákveðið að ráðast í byggingu á fullkominni 10.000 tonna frystigeymslu á athafnasvæði sínu í Hafnarfirði, í ljósi þess að veruleg aukning hefur orðið á eftirspurn eftir frystigeymsluplássi og -þjónustu bæði fyrir sjávarafurðir og aðrar frystar neytendavörur. Mögulegt verður að stækka frystigeymsluna í áföngum um allt að 14.000 tonn í samræmi við þarfir viðskiptavina.
Áformað er framkvæmdir hefjist nú i upphafi árs og að fyrsti hluti nýrrar frystigeymslu verði tilbúinn til notkunar sumarið 2015.
VSÓ Ráðgjöf er aðalráðgjafi Eimskips við verkefnið.