Áætlanagerð
Í undirbúningi framkvæmda er mikilvægt að huga vel að áætlanagerð og skipulagi stjórnunar. Til þessa þáttar heyra m.a. eftirfarandi viðfangsefni :
- Verkefnisáætlun, þar sem gerð er heildaráætlun um úrvinnslu verkefnis, stjórnun þess, framvindu og kostnað.
- Byggingaráætlun, þar sem gerð er áætlun um gerð og gæði byggingarinnar, framkvæmdatilhögun og frumáætlun um tíma og kostnað.
- Arðsemismat framkvæmda með tilliti til mismunandi valkosta við framkvæmdir.
- Framkvæmdaáætlun, þar sem gerð er ítarleg grein fyrir framkvæmdatilhögun, stjórnun framkvæmda, áfangaskiptingu, verkáætlun og kostnaði.
Auk áætlana vegna framkvæmda og undirbúnings þeirra hefur VSÓ Ráðgjöf annast gerð ýmissa áætlana um skipulag og þróun stofnana. Má þar nefna gerð deiliskipulags fyrir sveitarfélög og aðra sem á því þurfa að halda og þróunaráætlanir fyrir stórar stofnanir og fyrirtæki.
Kristinn Alexandersson
Sviðsstjóri verkefnastjórnunar
Byggingartæknifræðingur B.Sc.
kiddia@vso.is
s: 585 9127