Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar
VSÓ Ráðgjöf vinnur að gerð aðalskipulagsins í samstarfi við arkitektastofuna Glámu-Kím. Áherslan er lögð á að skipuleggja landnotkun fyrir flugvöllinn, m.a. í kjölfar brottflutnings varnarliðsins. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í flugumferð um flugvöllinn og er grundvallarhugsunin að móta framtíðarsýn fyrir þróunarmöguleika flugvallarins. Viðfangsefnin eru því að bera saman valkosti um nýjar flugbrautir og afmarka og móta stefnu um uppbygginu á atvinnusvæðum innan flugvallarsvæðisins. Til gamans má geta að við mótun skipulagsins breyttust spár um farþegafjölda ítrekað, þar sem fyrri áætlanir náðu ekki að halda í við raunverulega þróun.
Verktími: 2011-2016.
Verkkaupi: Isavia.