Byggingarstjórn
VSÓ Ráðgjöf er með innan sinna raða starfsmenn með mikla reynslu af byggingarstjórn bæði stórra og smárra verkefna. Við stjórn byggingarframkvæmda skal skv. byggingarreglugerð vera byggingarstjóri. Starfssvið byggingarstjóra er skilgreint þannig:
Byggingarstjóri er framkvæmdastjóri byggingaframkvæmda. Hann ræður iðnmeistara með samþykki verkkaupa. Samsvarandi gildir um uppsögn iðnmeistara. Byggingarstjóri gerir verksamninga við undirverktaka sem hann ræður í samstarfi og með umboði verkkaupa. Byggingarstjóri skal bera ábygð á að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Byggingarstjóri skal fullnægja öllum ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og byggingarreglugerðar varðandi ábyrgð og skyldur byggingarstjóra. Hann hefur umsjón með öllu er varðar verkframkvæmdina, rekstur vinnustaðarins, samræmingu á vinnu verktaka og sér til þess að verktakar afli nauðsynlegra leyfa og heimilda eftir því sem lög og reglur segja til um. Byggingarstjóri skal boða til og vera viðstaddur allar úttektir og hafa umsjón með öflun leyfa og samþykkta á yfirvöldum.
Kristinn Alexandersson
Sviðsstjóri verkefnastjórnunar
Byggingartæknifræðingur B.Sc.
kiddia@vso.is
s: 585 9127