Corbetti í Eþíópíu, jarðhitanýting
Verkefnið fólst í að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir allt að 500 MW jarðhitavinnslu. Nálgunin var að byggja framkvæmdir í áföngum og nýta upplýsingar við hvern áfanga til að móta þann næsta. Um var að ræða umfangsmikið rannsóknarsvæði. Mótaðar voru rannsóknarspurningar í samstarfi við eþíópíska sérfræðinga, sem sáu síðan um allar grunnrannsóknir á svæðinu. Matsvinnan fólst m.a. í því að skilgreina kröfur samkvæmd eþíópískum lögum og reglum, ásamt þeim sem alþjóðastofnanir leggja til. Um er að ræða mikilvægt verkefni, sem verður til vegna stefnu stjórnvalda Eþíópíu að rafvæða þjóðina á skömmum tíma. VSÓ gerði matsáætlun og matsskýrslu, sem stjórnvöld samþykktu. Nálgun VSÓ byggði m.a. á því að eþíópísk matslög taka að stórum hluta betur tillit til eðli og sérkenna jarðhitaframkvæmda.
Hlutverk VSÓ í verkefninu:
- Mat á umhverfisáhrifum.
- Forhönnun og verkefnastjórn við hönnun og byggingu borplana og aðkomuvega
Verktími: 2011-2012.
Verkkaupi: Reykjavík Geothermal.