Framkvæmdaeftirlit
Eftirlit með framkvæmdum felst í að gæta þess að verk sé unnið samkvæmt fyrirliggjandi samningsgögnum. Verki er ekki lokið fyrr en lokaúttekt hefur farið fram og staðfesting þar um liggur fyrir frá eftirlitsaðila. VSÓ Ráðgjöf hvetur verktaka til öflugs innra eftirlits og leggur áherslu á að þeir geri skilmerkilega grein fyrir því eftirlitskerfi sem þeir beita bæði gagnvart eigin framleiðslu og birgjum.
Rík áhersla er lögð á fyrirbyggjandi eftirlit og verkþáttarrýni þar sem hver verkþáttur er krufinn til mergjar áður en hafist er handa. Í verklok er gerð skilagrein um verkið. Í henni er framvindan rakin og gerð grein fyrir árangri með tilliti til verklýsingar og gæðakrafna. Einnig er gerður samanburður á raunkostnaði og frumáætlunum um kostnað og skýringar gefnar ef frávik eru.
Kristinn Alexandersson
Sviðsstjóri verkefnastjórnunar
Byggingartæknifræðingur B.Sc.
kiddia@vso.is
s: 585 9127