Fjarðarfrost í Hafnarfirði, frystigeymsla
Ný frystigeymsla Eimskips við Hafnarfjarðarhöfn
Í verkefninu felst bygging nýrrar 10 þúsund tonna frystigeymslu við Hafnarfjarðarhöfn. Samanlögð stærð hússins er 7000 fermetrar og skiptist í tvo jafnstóra frystiklefa og 1200 fermetra afgreiðslu- og þjónusturými. Til samanburðar má geta þess að frystigeymslan er þrisvar sinnum stærri en Sundafrost, frystigeymsla Eimskips í Sundahöfn. Frystigeymslan var reist á óvenju stuttum tíma en aðeins liðu um 9 mánuðir frá því að byggingaframkvæmdir á lóðinni hófust og þar til fyrstu vörurnar voru teknar inn í fyrri frystiklefann af tveimur.
Hlutverk VSÓ í verkefninu:
- Verkefnis- og hönnunarstjórn.
- Framkvæmdaumsjón.
- Framkvæmdaeftirlit.
Verktími: 2015-2016.
Verkkaupi: Eimskip.