Hljóðvist
Hljóð hefur afgerandi áhrif á upplifun fólks á nærumhverfi sínu og eru sífellt gerðar meiri kröfur til góðrar hljóðvistar. VSÓ veitir víðtæka þjónustu á þessu sviði. Notast er við hágæða hugbúnað til að kortleggja útbreiðslu hávaða og prófa mismunandi útfærslur á skermun hávaða. Í samstarfi við Trivium Ráðgjöf komum við að hljóðmælingum með hljóðmælitækjum frá Norsonic og bjóðum upp á alhliða hljóðráðgjöf.
Meðal viðfangsefna VSÓ á þessu sviði eru:
- Almenn hljóðvistarráðgjöf
- Kortlagning hávaða
- Hönnun hljóðveggja og hljóðmana
- Hljóðmælingar og ráðgjöf um hávaðadreifingu
- Hljóðvistarhönnun bygginga og rýma
- Hljóðeinangrunarhönnun
Smári Ólafsson
Sviðsstjóri samgangna
Umferðar- og samgönguverkfræðingur M.Sc.
smari@vso.is
s: 585 9187