Hússtjórnar- og iðnstýrikerfi
Á síðustu árum hafa möguleikar til stýringar og vöktunar á svokölluðum húskerfum, þ.e. loftræsikerfum, rafkerfum, hita- og þrifakerfum, aukist verulega með þróun tölvukerfa. Fjarstýring þessara kerfa er möguleg bæði með beinlínutengingu og gegnum internetið. Sem dæmi má nefna að með einföldum hætti er unnt að lækka orkutoppa raforkunotenda. Þannig má lækka innkaupsverð raforku og dæmi er um að slík ráðstöfun borgi sig upp á 1 ½ – 2 árum. Hússtjórnarkerfi eru hentug fyrir stór og flókin sem lítil og einföld húskerfi. Nú er komin á markaðinn öflugur búnaður til stjórnunar á litlum kerfum sem hæfir mörgum smærri fyrirtækjum. Leggja verður áherslu á að val hússtjórnarkerfis sé í samræmi við þarfir hvers og eins og hagkvæmni sé ávallt höfð að leiðarljósi.
Iðnstýrikerfi
Í framleiðslu- og iðnaðarfyrirtækjum hefur sjálfvirkni á véla- og tækjabúnaði aukist til muna síðustu árin. Hönnun og val á réttum stýri- og tækjabúnaði getur verið afgerandi fyrir afkomu þessara fyrirtækja. Fyrir utan aukin afköst þá er einnig unnt að fylgjast með ástandi vélbúnaðar með réttum stýribúnaði og þannig koma í veg fyrir framleiðslutap. Hægt er að fjarstýra og fylgjast með vélbúnaði með beinlínutengingu eða í gegnum internetið. Leggja verður áherslu á val á iðnstýrikerfum í samræmi við þarfir fyrirtækja og að hagkvæmni sé höfð að leiðarljósi.
Alma Pálsdóttir
Sviðsstjóri tæknikerfa
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
alma@vso.is
s: 585 9134