Landslagshönnun
VSÓ hefur komið að margskonar verkefnum á sviði landslagshönnunar og býður upp á fjölbreytta þjónustu í þessum efnum. Meðal verkefna má m.a. nefna hönnun lóða fyrir ýmsar stofnanir, fyrirtæki og einkaaðila, landmótun í tengslum við gatna- og stígagerð, aðkomu að umhverfis- og skipulagsverkefnum o.m.fl. Rík áhersla er lögð á vistvænar og viðhaldsléttar lausnir við frágang og landmótun. Lagt er uppúr góðu samstarfi við arkitekta og aðra hönnuði og unnið í nánu samráði við verkkaupa.
Landgreining
VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á landgreiningu við skipulags- og hönnunarvinnu. Með landgreiningu eru skilgreindir helstu eiginleikar og styrkur umhverfisins. Landgreining er aðferðafræði sem er í samræmi við markmið evrópska landslagssáttmálans og auðveldar mjög íbúum sveitarfélaga að taka þátt í skipulagsmálum og móta afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á landnotkun innan sveitarfélagsins. Landslagið er greint eftir viðurkenndum alþjóðlegum flokkunarkerfum. Með landgreiningunni verður til flokkun svæða miðað við verndargildi, viðkvæmni og getu náttúrunnar og landlags til að jafna sig eftir inngrip. Þessi greining kemur oft í veg fyrir umfangsmikil, tímafrek og kostnaðarsöm ferli á seinni stigum skipulagsvinnu.
Landgreining skapar grundvöll fyrir áætlanir í ferðamannaiðnaði. Hún er liður í því að skilgreina og vernda svæði sem einkenna og undirstrika sérstöðu sveitarfélags og móta sjálfsmynd þeirra.
Í hönnunarteymi VSÓ Ráðgjafar má finna
- Landslagsarkitekta
- Umhverfisfræðinga
- Skipulagsfræðinga