Mannvirkjagerð
Virkjanir
Frá árinu 1998 hefur eftirlit með virkjanaframkvæmdum verið stór liður í starfsemi VSÓ Ráðgjafar. Upphafið má rekja til samstarfs við Lahmeyer International í Þýskalandi, þegar fyrirtækin voru ráðin til að sinna eftirliti með framkvæmdum við gerð Sultartangavirkjunar. Frá upphafi var lögð áhersla á öguð og skipulögð vinnubrögð við eftirlitið. Komið var upp gæðakerfi við Sultartanga sem síðan hefur verið í sífelldri þróun og endurskoðun.
VSÓ hefur annast eftirlit við neðangreindar virkjanaframkvæmdir:
- Sultartangavirkjun
- Vatnsfellsvirkjun
- Búðarhálsvirkjun 1. áfanga
- Endurbætur Þórisvatnsmiðlunar
- Kárahnúkavirkjun- stöðvarhús
VSÓ Ráðgjöf hefur einnig sinnt umsjón og eftirliti með gerð háspennulína, vegagerð o.fl. í tengslum við ofangreindar framkvæmdir.
Brýr
Brúarhönnun er unnin í samstarfi við brúarhönnuði sem starfa á burðarvirkjasviði. VSÓ Ráðgjöf hefur sem dæmi hannað neðangreindar göngubrýr á höfuðborgarsvæðinu.
- Yfir Breiðholtsbraut við Norðlingaholt.
- Yfir Vesturlandsveg í Mosfellsbæ.
- Yfir Miklubraut við Rauðagerði, við Grundargerði og við Kringluna.
- Yfir Hafnarfjarðarveg við Hraunsholt.
Atli Örn Hafsteinsson
Sviðsstjóri burðarvirkis
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
atli@vso.is
s: 585 9142