Öryggiskerfi
VSÓ Ráðgjöf hefur mikla og víðtæka reynslu varðandi öryggismál. Mikil breidd er í hópi viðskiptavina og umfang verkefna hafa verið allt frá hönnun öryggiskerfa fyrir heimili til stærri verkefna s.s. spítala-, skóla-, verslunar- og skrifstofuhúsnæðis. Fyrirtækið hefur á að skipa sérfræðingum sem hafa sérhæft sig í hönnun öryggiskerfa og ráðgjöf um öryggismál og leggja þeir kapp á að fylgjast vel með nýjungum bæði heima og erlendis.
Gott ástand brunavarna og annarra öryggismála í húsbyggingum er mikilvægur þáttur til að tryggja öryggi fólks bæði heima við og á vinnustað. Einnig hafa öryggismál bein áhrif á rekstraröryggi fyrirtækja. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta strax á undirbúningsstigi framkvæmda til þess að ná fram hagkvæmum lausnum.
Meðal viðfangsefna VSÓ á sviði öryggismála má nefna:
- Hönnun brunaviðvörunarkerfa.
- Brunatæknileg hönnun bygginga.
- Hönnun öryggis- og innbrotaviðvörunarkerfa.
- Hönnun sjúkrakallkerfa.
- Hönnun eftirlitsmyndavélakerfa.
- Hönnun slökkvikerfa.
- Vöktun og aðgangsstjórnun.
- Úttekt á öryggismálum.
- Gerð útboðsgagna, mat tilboða og verkeftirlit.
Alma Pálsdóttir
Sviðsstjóri tæknikerfa
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
alma@vso.is
s: 585 9134