Rannsóknarboranir við Eldvörp

Matsvinnan snéri að mögulegum áhrifum framkvæmda, sem felast í gerð fimm borplana, lagningu tengivega að borplönum, borana og prófun borhola, á tiltekna þætti umhverfisins. Áhersla var lögð á samráð við hagsmunaaðila svæðisins. Matsvinnan leiddi til þess að fallið var frá gerð eins borplans vegna neikvæðra umhverfisáhrifa. Matsferlið mótaði einnig ítarlega skilmála fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir s.s. við gerð og frágang borteiga, meðhöndlun affallsvökva, gróður og fornminjar.

Fyrir liggur deiliskipulag rannsóknarborana og framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar.

Deiliskipulag

Framkvæmdaleyfi

Verktími: 2012-2014.

Verkkaupi: HS Orka.