




Skipulagsgerð
Skipulagsáætlanir eru langtímaáætlanir sem munu hafa varanleg áhrif á landnotkun, þróun viðkomandi sveitarfélags og rekstur þess. Þessar áætlanir eru mikilvægt stjórntæki sveitarstjórna. Það er því mikilvægt að slíkar áætlanir byggi á traustum grunni, góðum undirbúningi og öllum sé ljóst hver sé tilgangur og markmið skipulagsáætlana og vinnu við gerð þeirra.
Í vinnu við skipulagsmál sveitarfélaga hefur VSÓ Ráðgjöf lagt áherslu á:
- Fylgja kerfisbundnu ferli, sem tryggir yfirsýn, auðveldar ákvarðanatöku og að þær séu í samræmi við markmið sveitarfélagsins.
- Hvaða upplýsingaröflun er nauðsynleg (þarfagreining)
- Skilgreiningu á forsendum og markmiðum við gerð skipulagsáætlana
- Skilgreiningu á verkefninu, verklýsingu og verkáætlun.
- Samráð við mótun skipulagsáætlunar.
- Að tryggja að upplýsingar sem aflað er gagnist við ákvörðunartöku.
- Að tryggja yfirsýn yfir verkefnið og unnið sé kerfisbundið til að uppfylla markmið þess
- Að tryggja að sveitarfélög taki virkan þátt í áætlanagerðinni
- Samskipti og samráð milli sérfræðinga og almennings
VSÓ hefur unnið að gerð fjölda svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana. Oft eru þessi verkefni unnin í samstarfi við arkitekta og erlenda sérfræðinga.
Skipulagsmál eru víðtækur málaflokkur sem snertir á einn eða annan hátt flest það sem myndar hið byggða umhverfi sem við búum í. Vönduð skipulagsvinna felur í sér þverfaglega yfirsýn og getu til að fást við heildarmyndina og smærri einingar hennar á sama tíma. VSÓ Ráðgjöf hefur innanborðs þverfaglegt teymi sérfræðinga sem sinnir gerð skipulagsáætlana í víðum skilningi og í því felst sérstaða VSÓ. Með þverfaglegu teymi hefur VSÓ innleitt ýmsar nýjungar í skipulagsvinnu s.s. landgreiningu, kostnaðarmat á framkvæmd skipulags, notkun umferðarlíkans til að reikna út ýmsar afleiður skipulags, umferðarstjórnun, verndaráætlanir, yfirlit um þróun eftirspurnar og framboðs íbúða- og atvinnuhúsnæðis, og greiningu á þróun ferðaþjónustu og uppbyggingar í tengslum við hana í viðkomandi sveitarfélagi. Í teymi VSÓ eru m.a.:
- Skipulagsfræðingar og skipulagsverkfræðingar
- Jarðfræðingar og jarðverkfræðingar
- Sérfræðingar í frárennslis- og veitumálum
- Sérfræðingar í umferðarmálum, samgöngum og hljóðvist
- Sérfræðingar í umhverfismálum
- Hagfræðingar
- Landslagsarkitektar
- Umhverfis- og byggingarverkfræðingar
- Sérfræðingar í kostnaðar- og framkvæmdaáætlunum
Stefán Gunnar Thors
Sviðsstjóri umhverfis og skipulags
Umhverfishagfræðingur M.Sc.
stefan@vso.is
s: 585 9180