Umferðar- og samgöngutækni
VSÓ hefur víðtæka reynslu og hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni á sviði umferðar- og samgöngutækni. Hjá VSÓ eru til staðar öll fullkomnustu forrit til hönnunar og áætlanagerðar á sviði umferðar- og samgöngutækni. Skipta má verksviðinu í þá flokka sem taldir eru upp hér að neðan.
Almenningssamgöngur
Það er á margan hátt bæði flóknara og erfiðara að skipuleggja almenningssamgöngur en aðrar samgöngur þar sem um margbrotið val á ferðamáta og ferðaleið er að ræða. Sá einstaklingur sem er að leggja upp í ferð, þarf að gera upp við sig hvort hann ætlar að ferðast með almenningssamgöngum og hvaða leið hann ætlar að fara. Hann þarf þar að taka með í reikninginn hraða, kostnað, fjölda skiptinga, öryggi og þægindi og ekki nauðsynlega í þessari forgangsröð. Það er því grundvallaratriði að vanda skipulag almenningssamgangna og hafa til þess rétt verkfæri og þekkingu, en VSÓ býr einmitt yfir hvoru tveggja.
Meðal viðfangsefna VSÓ á þessu sviði eru:
- Almenningsamgöngulíkan sem gefur upplýsingar um þjónustugæði valkosta.
- Hagkvæmnisathugun á almenningssamgöngum.
- Skipulag og hönnun á forgangsakreinum almenningssamgangna.
- Stefnumótun í samgöngumálum.
- Þjónustuútboð aksturs.
- Hönnun minni og stærri skiptistöðva.
- Almenn ráðgjöf.
Bílastæði
Við skipulagningu nýrra eða endurskipulagðra hverfa og svæða getur fjöldi og útfærsla bílastæða haft mikil áhrif á umhverfið og umferðarskipulag.
Meðal viðfagnsefna VSÓ á þessu sviði eru:
- Mat á bílastæðaþörf.
- Samnýting bílastæða mt.t. skammtíma- og langtímastæða.
- Endurskipulagning bílastæðaplana þar sem skoðað er hvort fjölga megi bílastæðum og auka aðgengi vegfarenda.
- Útfærsla og staðsetning aðgangsstýringar.
- ITS-kerfi (Intelligent transportation systems).
Gangandi og hjólandi umferð
Undanfarin ár hefur áberandi áherslubreyting verið í þá átt að stuðla að breyttum ferðavenjum og þá sérstaklega yfir í virka samgöngumáta s.s. hjólandi og gangandi. Með aukinni áherslu á breyttar ferðavenjur í skipulagi sveitarfélaga hefur það færst í aukana að gæði stíga verði meiri og að ganga og hjóla verði raunhæfari valkostur. Þessi áhersla hefur skilað verulegri aukningu á meðal þeirra sem hjóla og ganga daglega til og frá vinnu/skóla og má merkja það m.a. í umræðu um að þröngt sé orðið á stígum.
Meðal viðfangsefna VSÓ á þessu sviði eru:
- Skipulagning og hönnun hjóla- og göngustíga.
- Hjólastæði, þörf og hönnun.
- Hjólalíkan.
- Hjólreiðaáætlanir.
- Aðgengi fyrir alla.
- Samgöngusamningar.
Umferðarspár
Við skipulag landnotkunar og umferðarmannvirkja er nauðsynlegt að hafa aðgang að áreiðanlegum umferðarspám, bæði yfir styttri og ekki síður lengri tíma en af þessu býr VSÓ yfir viðamikilli reynslu.
Meðal viðfangsefna VSÓ á þessu sviði er:
- Umferðarspár fyrir svæðis-, aðal- og deiliskipulög.
- Umferðarspár fyrir ný uppbyggingarsvæði.
- Umferðarspár vegna nýrra umferðarmannvirkja.
- Umferðarlíkan fyrir SV-hornið og landsbyggðina.
- Umferðarlíkan fyrir þungar bifreiðar á landsvísu.
- Likan gil að spá fyrir um rýmingartíma.
- Breyttar ferðavenjur.
Umferðartækni
Við nýhönnun, endurhönnun eða breytta notkun umferðarmannvirkja eða hverfa er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir afleiðingum þess á m.a. þjónustustig og afkastagetu.
Meðal viðfangsefna VSÓ á þessu sviði eru:
- Greining á þjónustustigi og afkastagetu.
- Umferðarskipulag.
- Umferðarhermun.
- Samanburður gatnamótategunda.
- Fleytitíð.
Umferðaröryggi
Aukið umferðaröryggi hefur efnahagslegan ávinning fyrir samfélagið. Aðgerðir til að bæta umferðaröryggi eru fyrst og fremst miðaðar að því að minka líkur á alvarlegum slysum og banaslysum. Við útfærslu aðgerða þarf að huga að öllum vegfarendum.
Meðal viðfangsefna VSÓ á þessu sviði eru:
- Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga.
- Umferðaröryggismat og -rýni á vegum, götum og stígum.
- Slysagreining.
- Stöðumat og aðgerðaráætlun fyrir minni svæði.
- Mat á umferðaröryggi á gatnamótum.
- Svartblettagreining.
- Öryggil á leiðum skólabarna.
Smári Ólafsson
Sviðsstjóri samgangna
Umferðar- og samgönguverkfræðingur M.Sc
smari@vso.is
s: 585 9187