Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun felst í því að leiða skilgreint verkefni að ákveðnu markmiði. Það getur verið mannvirki, nýjungar á sviði framleiðslu eða val á tækjabúnaði svo eitthvað sé nefnt. Verkefnastjórnun er kerfisbundin vinna sem hefst með verkefnisáætlun. Þar er tekið tillit til umhverfis, þátttakenda, tímamarka, markmiða og annarra þeirra þátta sem kunna að hafa áhrif á verkefnið.

Vinnuaðferðir eru sóttar í smiðju gæðastjórnunar. Einkenni góðrar verkefnastjórnunar eru að réttir aðilar leggi til þekkingu á réttum tíma. Upplýsingamiðlun og skráning framvindu verksins eru ríkir þættir í verkefnastjórnun. Verkefninu lýkur með greinargerð þar sem fjallað er um hvernig til tókst miðað við upphafleg markmið verkkaupa, varðandi tíma, kostnað og árangur.


Nánari upplýsingar veitir:

Kristinn Alexandersson
Sviðsstjóri verkefnastjórnunar
Byggingartæknifræðingur B.Sc.
kiddia@vso.is
s: 585 9127