Vörustjórnun
Í tuttugu ár hefur VSÓ Ráðgjöf verið í fararbroddi í ráðgjöf við vörustjórnun hér á landi. Fyrirtækið hefur unnið að vörustjórnunarverkefnum fyrir fjölda verslunar-, þjónustu- og framleiðslufyrirtækja, stórra og smárra. Vörustjórnun snýst um allar þær ólíku en samþættu aðgerðir sem þarf til að flytja og meðhöndla aðföng frá upprunastað til áfangastaðar. Neytendur nútímans krefjast lágs vöruverðs, hraða og áreiðanleika í þjónustu. Það getur ráðið úrslitum um samkeppnishæfi fyrirtækja hvernig þessum málum er háttað. Með samstarfsaðilum er veitt víðtæk ráðgjöf við stjórnun aðfangakeðjunnar, (Supply Chain Management), sem m.a tekur til eftirfarandi viðfangsefna:
- Stefnumótun í stjórnun aðfangakeðju
- Staðarval
- Lager- og verksmiðjuskipulag
- Skipulag og nýting athafnasvæða
- Dreifing og birgðahald
- Skipulag flutninga- og dreifikerfis
- Endurhögun vinnuferla
- Innkaup
- Öflun aðfanga
- Framleiðsla
- Þjónusta og sala
- Upplýsingaflæði
Aðferðafræði vörustjórnunar kemur jafnt að notum hjá fyrirtækjum í framleiðslu, við dreifingu og þeim sem selja vöru eða þjónustu.
Lykilatriði til að ná árangri er ítarleg skilgreining á þörfum og markmiðum viðskiptavinar. Sú undirbúningsvinna verkefna reynist flestum fyrirtækjum dýrmæt ein og sér, auk annars ávinnings sem leitt getur af verkefnunum.
Sandra Dís Dagbjartsdóttir
Sviðsstjóri verkefnastjórnun
Byggingarverkfræðingur M.Sc.
sandra@vso.is
s: 585 9124