12. nóvember 2018

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Starfsfólk VSÓ fékk úthlutað styrkjum úr Rannsóknarsjóð Vegagerðarinnar til að vinna að sex verkefnum á þessu ári. Þar af voru tvö kynnt á Rannsóknarráðstefnunni föstudaginn 2. nóvember.

Borgarlína og umferðaröryggi

Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri á Samgöngusviði kynnti verkefni sitt um Borgarlínu og umferðaröryggi. Verkefnið fólst í að varpa ljósi á helstu þætti sem þarf að huga að við skipulagningu og hönnun Borgarlínu m.t.t. umferðaröryggis ásamt því að svara fjölda spurninga sem nú þegar hafa vaknað um Borgarlínu.

Hér má sjá kynningu Svanhildar
Umfjöllun á Vísi 02.11.2018

 

Öryggi farþega í hópbifreiðum

Smári Ólafsson á Samgöngusviði kynnti verkefni sitt um öryggi farþega í hópbifreiðum. Markmið þessarar rannsóknar er að koma með ítarlegri greiningu á öryggi farþega í hópbifreiðum byggða á þeim grunni gagna sem safnað hefur verið hérlendis í akstri landsbyggðarvagna Strætó bs. og að auki leitast við að finna slíkar upplýsingar um akstur hópbifreiða annarra stórra rekstraraðila er keyra á landsbyggðinni.

Hér má sjá kynningu Smára

 

Kortlagning hávaða með CNOSSOS-EU

Ólafur Hafstein Pjetursson hjá Trivium ráðgjöf kynnti verkefni sitt um nýja hávaðareiknilíkanið CNOSSOS-EU sem innleitt verður árið 2021 sem unnið var í samstarfi við VSÓ Ráðgjöf. Í verkefninu vor niðurstöður líkansins bornar saman við bæði mælingar og núverandi reiknilíkan í þem tilgangi að meta hvort og á hvaða hátt þörf sé á að aðlaga hið nýja reiknilíkan að íslenskum aðstæðum.

Hér má sjá kynningu Ólafs

T-vegamót með hjárein

Skýrslan T-vegamót með hjárein. Reynsla og samanburður á umferðaröryggi var gefin út í október 2018 og er afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Verkefnið var unnið af Svanhildi Jónsdóttur og Smára Ólafssyni á Samgöngusviði hjá VSÓ Ráðgjöf. Þetta rannsóknarverkefni var kynnt á veggpsjaldi á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2018.

Hér má sjá veggspjaldið T-vegamót með hjárein
Hér má sjá skýrsluna T-vegamót með hjárein

Slys á gatnamótum.

Skýrslan Slys á gatnamótum. Samband slysatíðni, alvarleika slysa og umferðarhraða var gefin út í ágúst 2018 og er afrakstur rannsóknar VSÓ Ráðgjafar. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Verkefnið var unnið af Jakobi Jóhanni Sveinssyni, Kristjönu Ernu Pálsdóttur og Grétari Má Hreggviðssyni  hjá VSÓ Ráðgjöf.

Hér má sjá skýrsluna Slys á gatnamótum

Á síðu Vegagerðarinnar má sjá nánari upplýsingar um efnið um var fjallað á ráðstefnunni

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2018