8. júní 2018
Samgönguáætlun 2019-2030, auglýsing um matslýsingu
Í undirbúningi er gerð samgönguáætlunar 2019-2030. Áætlunin er mótuð á grundvelli stefnumörkunar samgönguráðherra samkvæmt lögum nr. 33/2008 um samgönguáætlun í víðtæku samráði viða lmenning og hagsmunaaðila. Samgönguáætlun er háð lögum um umhverfismat áætlana.
Matslýsing áætlunarinnar er nú til kynningar og vonast Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til þess að sem flestir kynni sér efni hennar. Í matslýsingu er gert grein fyrir:
– Hvernig staðið verður að matsvinnunni.
– Hvað muni koma fram í umhverfisskýrslu.
– Hverjir séu helstu áhrifaþættir áætlananna.
– Hvaða umhverfisþættir kunna að verða fyrir áhrifum.
– Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
– Matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisáhrifa.
Matslýsingin er aðgengileg hér á vefnum sem og á heimasíðu Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um matslýsingu með tölvupósti á netfangið samgongurad@srn.is fyrir 29. júní 2018. Athugasemdir og ábendingar sem berast munu í kjölfarið verða teknar saman og nýtast við gerð umhverfisskýrslu.
Samgönguáætlun 2019-2030, matslýsing
VSÓ Ráðgjöf vinnur að gerð umhverfismats Samgönguáætlunar 2019-2030.