Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki. VSÓ Ráðgjöf er skemmtilegur, hlýlegur og fjölskylduvænn vinnustaður.  Mikið er lagt uppúr góðum starfsanda, samheldni og vináttu.  Fyrirtækið starfrækir einnig öflugt starfsmannafélag sem árið um kring stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum starfsfólki og fjölskyldum þeirra til yndis og skemmtunar.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Verkfræðingur, tæknifræðingur eða byggingafræðingur á sviði verkefnastjórnunar

Langar þig að stuðla að uppbyggingu í samfélaginu? Við leitum að metnaðarfullum verkfræðingi, tæknifræðingi eða byggingafræðingi til starfa til við verkefnastjórnun,  framkvæmdaeftirlit og framkvæmdaráðgjöf vegna húsbygginga og annarra byggingarframkvæmda.

Um starfið
Sem sérfræðingur á sviði verkefnastjórnunar byggingarframkvæmda munt þú vinna við:

  • Verkefnastjórnun: Undirbúning og stjórnum byggingarframkvæmda.
  • Framkvæmdaeftirlit: Eftirlit með verklegum framkvæmdum, eftirfylgni með áætlunum, úttektir á verkstað o.fl.
  • Áætlanagerð: Gerð kostnaðaráætlana, líftímakostnaðargreininga (LCC), lífsferilsgreininga (LCA), orkuútreikninga, endurnotkunaráætlana o.fl.
  • Umhverfisvottanir:  Úttektir, eftirfylgni, gerð skilagagna og aðra ráðgjöf vegna Svansvottunar.
  • Byggingareðlisfræði og rakavarnir:  Úttektir og tæknilegar úrlausnir vegna myglu- og rakavarna.
  • Ýmis framkvæmdaráðgjöf og skýrslugerð:  Þarfagreiningar, ástandsúttektir, viðhaldsáætlanir, gerð útboðsgagna, samningagerð o.m.fl.

Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:

  • Menntun: Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði.  Sveinspróf eða iðnmenntun á sviði húsbygginga er kostur.
  • Reynsla: Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg, en ekki skilyrði.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
  • Samskipahæfni: Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
  • Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.

Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:

  • Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
  • Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
  • Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Líflegt félagsstarf.

Hvernig á að sækja um
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Verkefnastjórnun.

Sérfræðingur á sviði samgangna

Langar þig að stuðla að betri samgöngum? Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem tengjast umferðartæknilegri hönnun og ráðgjöf.

Um starfið
Sem sérfræðingur á sviði samgangna munt þú vinna við:

  • Samgöngugreiningar:  Greiningar á umferð og þörfum gangandi, hjólandi og akandi í tengslum við ný og breytt skipulagssvæði.
  • Umferðarspár:  Gerð umferðarspáa fyrir alla ferðamáta m.a. með notkun samgöngulíkans höfuðborgarsvæðisins.  
  • Hermun umferðar og afkastagetugreiningar:  Hermun allra samgöngumáta t.d. í tengslum við undirbúning fyrir Borgarlínu.
  • Umferðartæknilega hönnun:  Hönnun ljósastýringa og forhönnun gatna og gatnamóta m.a. vegna forgangs fyrir almenningssamgöngur og neyðarakstur.  
  • Umferðaröryggi: Greiningar, áætlanagerð og hönnun m.t.t. umferðaröryggis, umferðar á framkvæmdatíma o.fl.

Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill starfa í þverfaglegu og spennandi umhverfi.

Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:

  • Menntun: Háskólamenntun á sviði verkfræði eða tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla: Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg, en ekki skilyrði.
  • Hugbúnaðarkunnátta:  Reynsla af VISSUM og/eða VISSIM er kostur, en ekki skilyrði.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
  • Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
  • Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli.

Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:

  • Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
  • Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum verkefnum.
  • Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Líflegt félagsstarf.

Hvernig á að sækja um
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Samgöngur.

Sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum

Langar þig að hafa áhrif? Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem tengjast mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.

Um starfið
Sem sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum munt þú vinna að:

  • Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana: Greining og mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á umhverfi og samfélag.
  • Skýrslugerð: Gerð umhverfismatsskýrslna og matsskyldufyrirspurna.
  • Úrvinnslu gagna: Túlkun á rannsóknarniðurstöðum og sérfræðigögnum.
  • Samskiptum við hagaðila, aðra sérfræðinga og viðskiptavini.

Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill starfa í þverfaglegu og spennandi umhverfi.

Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:

  • Menntun: Háskólamenntun á sviði umhverfisverkfræði, umhverfisfræði, landfræði, náttúrufræði, landslagsarkitektúr eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla: Starfsreynsla á sviði umhverfismats eða tengdum verkefnum er æskileg, en ekki skilyrði.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
  • Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
  • Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.

Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:

  • Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
  • Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum verkefnum á sviði umhverfismála.
  • Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Líflegt félagsstarf.

Hvernig á að sækja um
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Umhverfismat. 

Umsóknarfrestur er til 9. mars.

Sérfræðingur með BIM þekkingu

VSÓ leitar að sérfræðingi með BIM þekkingu til starfa.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða sambærilegri reynslu.
  • Þekkingu og reynslu af samræmingarhugbúnaði og stýringu á vefhótelum.
  • Þekkingu á BIM stöðlum ásamt stafrænni eftirfylgni byggingarverkefna.
  • Faglegum áhuga, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Reynslu og þekkingu innan mannvirkjageirans.

Starfið felst meðal annars í:

  • Að innleiða, fylgja eftir og leiða BIM innan ólíkra verkefna.
  • Að veita faglega ráðgjöf í tengslum við BIM og stafræn verkefni. 
  • Þátttöku í faglega sterku BIM teymi um þróun og mótun aðferðafræði BIM.
  • BIM stjórnun og ráðgjöf ásamt samræmingu hönnunar.
  • Innleiðingu á notkun upplýsingalíkana, allt frá undirbúningi verkefna til afhendingar og reksturs. mannvirkja, til að auka gæði og nákvæmni hönnunar.
  • Að auka gæði og nákvæmi áætlanagerðar með notkun BIM.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi. Því er um frábært tækifæri að ræða fyrir einstaklinga til þess að læra, og þróa sig í notkun og innleiðingu á BIM og stafrænnar tækni í mannvirkjagerð. 

Ásamt því að vera leiðandi fyrirtæki í notkun á BIM stýringu verkefna þá býður VSÓ upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar BIM sérfræðingur.

Sérfræðingur á sviði byggðatækni - Landmælingar

VSÓ leitar að sérfræðingi með þekkingu á landmælingum til starfa á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði t.d. verkfræði, tæknifræði eða annarri menntun sem nýtist í starfi.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.
  • A.m.k. 3ja ára starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við landmælingar, úrvinnslu mælingagagna og aðra ráðgjöf við lagningu vega, gatna, stíga og veitukerfa.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.  VSÓ býður upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni, landmælingar.

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - Framkvæmdaeftirlit

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við framkvæmdaeftirlit  á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.
  • A.m.k. 3ja ára starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við framkvæmdaeftirlit, verkefnastjórnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf við lagningu vega, gatna, stíga og veitukerfa.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.  VSÓ býður upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni, eftirlit

Verkfræðingur eða tæknifræðingur á sviði byggðatækni - Veituhönnun

VSÓ leitar að verkfræðingi eða tæknifræðingi til starfa við hönnun veitukerfa á sviði byggðatækni.  Áhugasömum einstaklingi sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góðri kunnáttu í íslensku og ensku.  Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
  • A.m.k. 3ja ára starfsreynsla af verkfræðistörfum á sviði veitukerfa er kostur en ekki skilyrði.

Starfið felst m.a. í vinnu við hönnun, áætlanagerð og aðra ráðgjöf við gerð veitukerfa.

VSÓ Ráðgjöf leggur áherslu á að skapa öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólk fær tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi, ásamt mótun starfsins í samræmi við óskir og þarfir viðkomandi.  VSÓ býður upp á jákvætt, fjölskylduvænt vinnuumhverfi og líflegt félagsstarf.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni, veitukerfi.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.