27. febrúar 2015
Umhverfismat Samgönguáætlunar á Samgönguþingi
Vinna við umhverfismat Samgönguáætlunar 2015-2026 var kynnt á fjölsóttu Samgönguþingi sem Innanríkisráðuneytið efndi til í Hörpunni þann 19. febrúar sl.
Á þinginu fór Sigríður Droplaug Jónsdóttir hjá VSÓ yfir helstu atriði tengd umhverfismati áætlunarinnar. Í erindi Sigríðar kom meðal annars fram að þetta er í þriðja sinn sem umhverfismat er unnið fyrir Samgönguáætlun. Umhverfismatið er unnið samhliða gerð áætlunarinnar þar sem áhrif stefnumiða á skilgreinda umhverfisþætti eru metin. Einnig kom fram í erindinu að umhverfismatið hefur meðal annars leitt í ljós að á tímabilinu 2008-2012 hefur orðið 12% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum.