Öryggi-, heilbrigði og umhverfi
Hjá VSÓ starfa sérfræðingar með mikla reynslu og þekkingu á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum sem hafa sérhæft sig í að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla skilyrði sem þeim eru sett með lögum og reglum á þessu sviði, ásamt því að innleiða stjórnkerfi samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Sérfræðingar VSÓ hafa unnið m.a. með orkufyrirtækjum, þjónustufyrirtækjum og verktökum.
Af hverju að leggja áherslu á öryggis-, heilbrigðis og umhverfismál?
- Styrkir ímynd gagnvart almenningi og getur hugsanlega laðað að sér fleiri viðskiptavini og fjárfesta.
- Eykur samkeppnishæfni fyrirtækis og það öðlast meira traust neytenda á vöru og þjónustu sem
fyrirtækið hefur uppá að bjóða. - Bættur rekstur. Færri slys sem dregur úr kostnaði.
- Betri vinnuskilyrði, færri vinnuslys og aukin starfsánægja starfsfólks.
Þjónusta VSÓ í öryggis-, heilbrigðis- og umhverrfismálum
Þjónusta VSÓ í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum nær m.a. yfir:
- Áhættumat starfa
- Öryggisstjórnun og áhættumat við hönnun, framkvæmd og rekstur
- Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisstjórnun
- ISO 14001
- ISO 45001
- Skipulag á vinnustað – 5S
- Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfiseftirlit
- Eftirlit með rekstri og framkvæmdum
- Árangur í eftirliti hefur m.a. mælst í færri óhöppum og slysum á vinnustað, bættri umgengni á vinnustað og aukinni meðvitund starfsmanna um eigið öryggi.
- Erum innan handar við lausn vandamála sem varða umhverfismál, öryggi og heilsu starfsmanna.
- Öryggis- og heilbrigðisáætlanir
- Vinnuverndarlög gera kröfu um öryggis og heilbrigðisáætlanir.
- Aðstoð við gerð og rýni öryggis- og heilbrigðisáætlana.
- Öryggis- og starfsmannahandbækur
- Sniðin að viðkomandi atvinnurekstri.
- Veggspjöld um helstu öryggismál sem við eiga hverju sinni.
- Öryggisblöð og merkingar vegna hættulegra efna.
- Námskeið og fræðsluerindi
- Bæði um almenn og sérhæfði ÖHU-mál.
- Stutt fræðsluerindi og lengri námskeið.
Stefán Gunnar Thors
Sviðsstjóri
Umhverfishagfræðingur M.Sc.
stefan@vso.is
s: 585 9180