20. apríl 2020
Viðbygging grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga
Framkvæmdir eru hafnar á Hvammstanga við nýja viðbyggingu grunnskóla Húnaþings vestra.
Um er að ræða 1200 fm byggingu á einni hæð auk 240 fm kjallara og tengist hún norðurhlið núverandi skólabyggingar. Skólinn stækkar því töluvert og fjölmörg ný tækifæri skapast. Viðbyggingin á að hýsa bókasafn, tónlistarskóla, rými fyrir frístundir, eldhús, mat- og samkomusal, starfsmannaaðstöðu og þrjár kennslustofur fyrir unglingastig. Með viðbyggingunni er einnig verið að færa tónlistarskólann í sama húsnæði og grunnskólann og skapa þannig betri aðstöðu fyrir nemendur, sem og starfsmenn. Áætlað er að viðbyggingin verði tekin í notkun haustið 2022.
VSÓ Ráðgjöf sá um alla verkfræðihönnun viðbyggingarinnar þ.e. hönnun jarðvinnu, burðarvirkja, rafkerfa, lagnakerfa og loftræsikerfa.