31. janúar 2018
VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð
Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega ítarlega greiningu á fyrirtækjum skráðum á Íslandi og gefur út lista yfir frammúrskarandi fyrirtæki ársins. Einungis þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo, að teknu tilliti til þátta sem varða rekstur þeirra og stöðu, komast á listann.
Alls 855 fyrirtæki komust á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2017, eða um 2,2% af þeim 38.500 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagagaskrá, og er VSÓ Ráðgjöf eitt þeirra fyrirtækja sem komust á listann.
VSÓ var einnig á lista Creditinfo árin 2014, 2015 og 2016 og er því nú í hópi framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð.
VSÓ er einnig á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2017.
VSÓ Ráðgjöf, framúrskarandi fyrirtæki