02. apríl 2024

VSÓ skilar fyrstu lífsferilsgreiningunni í LCA-skilagátt HMS 

Mikilvægt skref hefur nú verið stigið í átt að sjálfbærum byggingariðnaði með innleiðingu á samræmdri aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga (e. Life Cycle Assessment, LCA), breytingu á byggingarreglugerð og opnun rafrænnar skilagáttar HMS fyrir lífsferilsgreiningar. Þessum áfanga var fagnað á fundi hjá HMS þar sem innviðaráðherra og fleiri ræðumenn kynntu breytingarnar og innleiðingu þeirra.

VSÓ Ráðgjöf vann fyrstu lífsferilsgreininguna sem FSRE skilaði í LCA-gáttina en hún var unnin sem liður í Svansvottun viðbyggingar hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði. Mikil þekking og reynsla hefur byggst upp hjá VSÓ á sviði sjálfbærniráðgjafar og gerð lífsferilsgreininga sem er hluti af Grænu leiðinni.

Samræmd aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar var unnin af starfshópi sérfræðinga og átti VSÓ Ráðgjöf fulltrúa í hópnum. Á fundi HMS kynnti innviðaráðherra breytingar á núverandi byggingarreglugerð um innleiðingu lífsferilsgreininga sem byggja á vinnu starfshópsins. Um er að ræða mælingu á umhverfisáhrifum mannvirkja yfir allt lífsskeið þeirra og aðgerð í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð sem gefinn var út árið 2022.

Þessar breytingar marka upphaf 18 mánaða aðlögunartíma fyrir innleiðingu lífsferilsgreininga í byggingageiranum en skylt verður að gera lífsferilsgreiningar bæði í hönnunarferli nýbygginga og við lok framkvæmda frá og með 1. september 2025.

HMS hefur gefið út leiðbeiningar um gerð lífsferilsgreininga sem gott er að kynna sér.

Nánari upplýsingar um þjónustu VSÓ við gerð lífsferilsgreininga má nálgast hér á vefnum.


Nánari upplýsingar veitir:

Kristinn Alexandersson
Sviðsstjóri verkefnastjórnunar
Byggingartæknifræðingur B.Sc.
kiddia@vso.is
s: 585 9127